Gátt:Úrvalsefni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Úrvalsgátt íslensku Wikipediu
Á úrvalsgáttinni birtist það alfræðiefni sem þykir bera af á íslensku Wikipediu í bland við úrvalsgreinar á öðrum tungumálum og margmiðlunarefni frá Wikimedia Commons.
Uppfærðu síðuna til þess að sjá nýtt efni af handahófi.
Gyllt stjarna
Úrvalsgrein
Kartöfluplanta
Kartöfluplanta

Kartafla eða jarðepli (fræðiheiti: Solanum tuberosum) er fjölær jurt af náttskuggaætt sem er mikið ræktuð fyrir sterkjurík hnýði á neðanjarðarrenglum. Kartöflur eru í fjórða sæti yfir mest ræktuðu ferskvöru heims (á eftir hrísgrjónum, hveiti og maís).

Kartöflur eru upprunnar í Andesfjöllum, nánar tiltekið í suðurhluta Perú rétt norðan við Titikakavatn samkvæmt nýlegri rannsókn. Frá Suður-Ameríku barst kartaflan til Evrópu með spænskum og portúgölskum landvinningamönnum á síðari hluta 16. aldar. Elstu heimildir um kartöflurækt í Gamla heiminum eru frá Kanaríeyjum árið 1567. Kartaflan náði sér þó ekki á strik sem undirstöðufæða í Evrópu fyrr en um tvö hundruð árum síðar og þá sem svar við harðindum sem ollu uppskerubresti í hinni hefðbundnu kornrækt. Kartöfluræktin í Evrópu byggðist á fáum afbrigðum og var því veik fyrir sjúkdómum eins og kartöflumyglu sem olli uppskerubresti á mörgum stöðum í Evrópu á fimmta áratug 19. aldar.

Kartaflan er undirstöðuhráefni í evrópskri matargerð og Evrópubúar og Bandaríkjamenn eru enn mestu kartöfluneytendurnir en síðustu áratugi hefur kartöfluræktun farið ört vaxandi í Asíu. Kína er nú stærsti kartöfluframleiðandinn á heimsvísu með um fimmtung heimsframleiðslunnar.

Árið 2008 var ár kartöflunnar, en á hverju ári tileinka Sameinuðu þjóðirnar árið einhverju málefni sem varðar heill mannkyns. Ástæðan fyrir valinu er sú að kartaflan er talin geta hjálpað til að ná einu af átta þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem er að fækka þeim um helming sem líða skort og hungur vegna fátæktar fyrir árið 2015.

Lesa áfram um kartöflur...

Blá stjarna
Gæðagrein
Mynd af John Hanning Speke úr bók H. B. Scammel, Stanley and the White Heroes of Africa, 1890.
Mynd af John Hanning Speke úr bók H. B. Scammel, Stanley and the White Heroes of Africa, 1890.

John Hanning Speke (4. maí 182715. september 1864) var breskur landkönnuður sem fór í þrjá fræga könnunarleiðangra til Austur-Afríku og varð fyrstur til að setja fram þá kenningu að upptök Hvítu Nílar væru í Viktoríuvatni.

Fyrstu tveir leiðangrar Spekes voru undir forystu Richards Francis Burtons. Hann hafði verið liðsforingi í breska hernum á Indlandi, líkt og Burton, en var laus úr herþjónustu, og hugsaði sér að leggja landkönnun fyrir sig. Fyrsti leiðangurinn var farinn til Sómalíu árið 1854. Þar særðust þeir í bardaga við innfædda og voru teknir höndum, en síðan sleppt.

1856 var Burton fenginn til þess af Konunglega landafræðifélaginu (Royal Geographic Society) í Bretlandi að stýra leiðangri inn í landið til að freista þess að finna upptök Nílar. Þeir Speke lögðu upp frá Sansibar og ferðuðust inn í landið, fyrst vestur og síðan norðvestur þar til þeir komu að Tanganjikavatni. Burton áleit jafnvel að það gæti verið upptök Nílar, en þar heyrðu þeir líka af öðru stóru vatni sem lægi norðar. Burton var þá orðinn of veikur til að halda áfram svo það varð Speke sem fyrstur sá Viktoríuvatn. Þeir virðast hafa bundið fastmælum að bíða með yfirlýsingar í London þar til þeir væru báðir komnir þangað og tilbúnir til að kynna niðurstöður sínar.

Lesa áfram um John Hanning Speke...

Grá stjarna
Úrvalsmynd

Lundi við Látrabjarg

Græn brotin stjarna
Upprennandi
Allt efni Wikipediu er unnið í sjálfboðavinnu með það markmið að safna samanlagðri þekkingu mannkyns og gera hana eins aðgengilega og hægt er. Á þessari síðu eru bestu dæmin um þetta starf á íslensku Wikipediu en það er mikið verk óunnið og öll hjálp er vel þegin. Ef þú getur hugsað þér að taka þátt í þessu verkefni þá ættir þú að lesa kynninguna og nýliðanámskeiðið og hefjast svo handa.

Af 58.431 greinum á íslensku Wikipediu komast aðeins örfáar útvaldar í hóp gæða- og úrvalsgreina. Samstarf notenda um að fjölga þessum greinum og hækka hlutfall þeirra fer fram í úrvalsmiðstöðinni.

Tillögur að gæðagreinum: Engin atkvæðagreiðsla í gangibreyta

Tillögur að úrvalsgreinum: Atkvæðagreiðsla í gangibreyta

hnöttur
Alþjóðleg úrvalsgrein
Landschaftstuschbild von Dǒng Qíchāng (1555–1636)
Landschaftstuschbild von Dǒng Qíchāng (1555–1636)

Chinesische Kunst ist die Kunst, die ihren Ursprung im alten oder modernen China hat oder von chinesischen Künstlern ausgeübt wird, und damit ein Ausdruck der chinesischen Kultur| ist.

Anders als im „Abendland“, dessen Kunstgeschichte immer wieder starke Einschnitte in Form von Stilwechseln erlebt hat, ist die chinesische Kunst über Jahrhunderte hinweg von einer erstaunlichen Kontinuität geprägt. In der Ming-Novelle (14. bis 17. Jahrhundert) ist noch weithin ihr Vorbild aus der Tang-Zeit (7. bis 10. Jahrhundert) zu erkennen. Landschaftsgemälde eines Qing-Malers (17. bis 20. Jahrhundert) sind im Grunde ähnlich aufgebaut wie jene der de:Song-Dynastie (10. bis 13. Jahrhundert). Ein Grund dafür ist der in China von jeher verbreitete „Respekt vor der Tradition“. Nicht die Schaffung von Neuem war primäres Ziel der Künstler, sondern die möglichst originalgetreue Nachahmung der Vorbilder der Alten – die im Übrigen in keiner Weise als Plagiat oder in anderer Weise als unlauter empfunden wird. Letztlich fußt diese Auffassung im konfuzianischen Weltbild, das u. a. dem Schüler die Verehrung des Meisters gebietet.

Lestu meira um kínverska list á þýsku Wikipediu.

Norðurlönd
Norræn úrvalsgrein
Sinterklaas 2007.
Sinterklaas 2007.

Sinterklaas [sɪntər'klaːs] (ella meira formelt Sint Nicolaas ella Sint Nikolaas; Saint Nicolas á fronskum; Sankt Nikolaus á týskum) er ein siðsøguligur (traditionellur) vetrarferiu figurur ið enn verður hátíðarhildin í Niðurlondum (Hálandi) og Belgia, og eisini í franska Flandern og Artois. Hann er eisini vælkendur í teim fyrrverandi hálendsku hjálondunum, eitt nú Aruba, Surinam, Curaçao, Bonaire og Indonesia. Hann er høvuðs upphavskeldan til norðuramerikanska jólamannin Santa Claus, og harvið eisini til føroyska jólamannin vit kenna í dag.

Hóast hann vanliga verður nevndur Sinterklaas (Santa Niklas ella Santa Klávus), er hann eisini kendur sum De Goedheiligman (Tann góði heilagmaðurin), Sint Nicolaas [sɪnt 'nikolaːs] (Sankta Niklas) ella bara sum De Sint (Halgimennið).

Lestu meira um jólasveininn á færeysku Wikipediu.

Púsl
Gáttir
Gáttir eru ein aðferðin til þess að setja efni Wikipediu fram á skipulagðan hátt og auðvelda aðgengi að því. Þær eru eins konar forsíður fyrir sín efnissvið. Góðar gáttir á íslensku Wikipediu eru: