The Washington Post

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Washington Post)
Útgáfa Washington Post frá 21. júlí 1969 með fyrirsögninni „Örninn er lentur — Tveir menn ganga á Tunglinu“.

The Washington Post er mest lesna dagblað í Washington D.C. í Bandaríkjunum. Það er líka elsta dagblað borgarinnar og var stofnuð árið 1877. Blaðið leggur áherslu á stjórnmál, bæði innanlands og erlendis.

Ein merkilegustu atvik í sögu dagblaðsins var þegar blaðamennirnir Bob Woodward og Carl Bernstein hófu rannsókn á þeim atburðum sem síðar nefndust Watergate-hneykslið. Þessi rannsókn stuðlaði stórlega að afsögn Richards Nixon.

Síðan Leonard Downie, Jr. varð ritstjóri dagblaðsins árið 1991 hefur The Washington Post hlotið yfir 25 Pulitzer-verðlaun, meira en helming þeirra 47 verðlauna sem blaðið hefur fengið. Blaðið hlaut sex verðlaun árið 2008, flest verðlaun sem eitt blað hefur fengð á sama ári.

Frá árinu 2013 hefur eigandi The Washington Post verið Jeff Bezos, stofnandi Amazon.com.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Sveinn Birkir Björnsson (11. ágúst 2013). „Salan á Washington Post vekur áhuga í tæknigeiranum“. Morgunblaðið. Sótt 28. janúar 2020.