Aðferðaminni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Aðferðaminni er minni í undirmeðvitundinni sem hjálpar okkur að gera þá hluti sem við höfum lært áður þannig að við gerum þá í rauninni ósjálfrátt og ómeðvitað. Sem dæmi má nefna að sá sem einhvertíma hefur lært að synda, er syndur alla ævi og eins með þann sem lærir að hjóla. Slys og áföll sem líkaminn eða heilinn lendir í hafa minnst áhrif á aðferðaminnið, sem dæmi má taka sjúklinginn H.M. sem ekki getur myndað nýjar minningar en getur enn þá framkvæmt þá hluti sem hann kunni fyrir áfallið og bætt þá. Sem dæmi má nefna píanóleikarann Clive Wearing sem finnst hann alltaf vera nývaknaður. Hann getur ekki búið til nýjar minningar þó hann muni fortíðina og getur hann enn leikið listavel á píanó.

Virkni minnisins byggist á áreiti sem maður verður fyrir, og sendir boð frá sér um hvað gera skuli, ómeðvitað er það framkvæmt af einstaklingnum. Það áætlar hegðunarmynstur persónu, viðbrögð við áreiti og annað því um líkt. Hlutir sem krefjast flókinna hreyfinga og mikillar samhæfingar eru geymdir í aðferðaminninu og eru framkvæmdir eins og áður segir ómeðvitað því þjálfun áður á æviskeiðinu hefur hjálpað persónunni að læra samhæfinguna og aðferðarminnið heldur framkvæmdinni hjá sér í undirmeðvitundinni og við ytra áreiti kallar heilinn það fram og við notum hana ósjálfrátt, hvort sem er við sund lestur eða að hjóla. Minnið er fyrirskipandi og eykur líkur á mismunandi svörun við mismunandi áreiti.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Almenn sálfræði eftir Aldísi Unni Guðmundsdóttur og Jörgen Pind, Mál og menning 2005